Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann öruggan sigur á Stólunum í 8 liða úrslitum
Fimmtudagur 25. mars 2010 kl. 20:51

Keflavík vann öruggan sigur á Stólunum í 8 liða úrslitum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík vann öruggan sigur á Tindastóli í fyrstu viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfu í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 94-75.

Tindastólsmenn héldu í við heimamenn fram eftir leik en svo sigu Keflvíkingar framúr og enduðu með 19 stiga sigur. Draelon Burns var stigahæstur með 21 stig, Þröstur Jóhannsson 19, Gunnar Einarsson 18, Hörður Vilhjálmsson 14 og Urule Igbavboa 12 stig. Stigahæstur Stólana var Isom með 27 stig.