Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann nágrannaslaginn
Laugardagur 24. febrúar 2018 kl. 19:43

Keflavík vann nágrannaslaginn

Keflavík tók á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í dag í Domino´s-deild kvenna í körfu. Keflavík fór með sigur af hólmi í leik dagsins og urðu lokatölur 88-79.
Brittanny Dinkins og Shalonda Winton fóru mikinn í leiknum með sínum liðum eins og svo oft áður en Brittanny skoraði 42 stig fyrir Keflavík og Shalonda 41 fyrir Njarðvík.

Keflavík er í þriðja sæti eftir sigur dagsins en Njarðvík er á botni deildarinnar en liðið hefur tapað 21 leik í röð í deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru: Brittanny Dinkins 42 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 19 stig og 6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12 stig og 4 fráköst og Katla Rún Garðarsdóttir 7 stig og 4 fráköst.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru: Shalonda R. Winton 41 stig og 28 fráköst, Ína María Einarsdóttir 14 stig , Hrund Skúladóttir 12 stig og  Björk Gunnarsdóttir 8 stig og 7 stoðsendingar.