Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík vann í spennuleik
Logi Gunnarsson og Dean Williams í baráttunni. VF-myndir/PállOrri.
Sunnudagur 8. desember 2019 kl. 22:17

Keflavík vann í spennuleik

„Þetta fór í þriðja leikhlutanum sem var slakur hjá okkur en þetta var hörkuleikur eins og alltaf þegar þessi lið mætast,“ sagði Logi Gunnarsson eftir tap gegn Keflavík í 16-liða úrslitum Geysis-bikarkeppninnar í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lokatölur urðu 68:73 í æsispennandi og skemmtilegum nágrannaslag. Keflvíkingar voru sterkari í lokin og leiddu nær allan tímann en aldrei með miklum mun. Þeir státa sig af frábærum útlendingum í liðinu sem vinna vel saman og með heimamönnum.

Njarðvíkingar hefðu með smá heppni getað stolið sigrinum en þeir náðu mörgum sóknarfráköstum á síðustu mínútunni og upp úr því skutu þeir á körfuna en án árangurs. Fimm, sex þristar fóru ekki rétta leið og Keflvíkingar fóru heim með sigurinn og eru komnir í 8-liða úrslit.

Khalil Ullah Ahmad og Dominykas Milka áttu báðir stórleik hjá Keflavík en stigin skiptust meira hjá Njarðvík. 

Njarðvík-Keflavík 68-73 (21-23, 23-19, 11-18, 13-13)

Njarðvík: Wayne Ernest Martin Jr. 14/5 fráköst, Kristinn Pálsson 12/4 fráköst, Chaz Calvaron Williams 12/5 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 9, Logi  Gunnarsson 8, Mario Matasovic 5/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/4 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 2/4 fráköst, Kyle Steven Williams 1, Guðjón Karl Halldórsson 0, Arnór Sveinsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0.

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 29/5 fráköst, Dominykas Milka 25/11 fráköst, Deane Williams 12/7 fráköst, Reggie Dupree 6, Ágúst Orrason 1, Elvar Snær Guðjónsson 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Magnús Már Traustason 0, Hörður Axel Vilhjálmsson 0/5 fráköst/10 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 0.