Keflavík vann í Frostaskjóli
Keflavík vann sigur á KR í kvöld, 68:73, í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn, sem var hörkuspennandi, fór fram í Íþróttahúsi KR í Frostaskjóli. Keflavík er nú yfir í einvíginu 2-1 og þarf því að vinna einn leik til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en KR tvo. Næsti leikur verður nk. laugardag í Keflavík og hefst kl 16:00.