Keflavík vann heima en Grindavík lá úti
Keflvíkingar styrktu stöðu sína í 5. sæti Iceland Express deildar karla í gærkvöldi er þeir höfðu góðan 107-98 gegn Tindastól. Magnús Gunnarsson var stigahæstur Keflvíkinga með 17 stig og lét einnig kveða að sér í teignum þar sem hann tók 7 fráköst. Hjá Stólnum var Milojica Zekovic með 33 stig og 7 fráköst. Keflvíkngar eru sem fyrr í 5. sæti með 24 stig og hafa fjögurra stiga forskot á Grindavík sem er í 6. sæti deildarinnar.
Grindvíkingar máttu lúta í parket gegn Snæfell í gær í Stykkishólmi en lokatölur leiksins voru 83-74 Snæfellingum í vil. Atkvæðamestir í liði Grindvíkinga voru þeir Páll Axel Vilbergsson og Jonathan Griffin báðir með 20 stig. Justin Shouse var stigahæstur Snæfellinga með 25 stig og 7 stolna bolta.