Keflavík vann Grindavík í kvennaknattspyrnu
Keflavíkurstúlkur unnu sigur á grönnum sínum úr Grindavík í Faxaflóamóti kvenna í knattspyrnu í fyrradag. Sveindís Jane skoraði bæði mörk Keflavíkur eftir að Grindavík hafði komist í forystu í upphafi leiks.
Keflavík varð í 2. sæti í B-riðli með 15 stig, þremur á eftir Álftanesi sem er efst með 18 stig. Grindavík varð í 4. sæti með 7 stig.