Sunnudagur 20. febrúar 2005 kl. 01:05
Keflavík vann fyrsta leikinn í deildarbikarnum
Keflvíkingar unnu sigur á Völsungi, 2-1, í fyrsta leik þeirra í deildarbikarnum í knattspyrnu í dag. Fyrra mark Keflvíkinga var sjálfsmark en Hörður Sveinsson skoraði það seinnna. Ómar Jóhannsson, markmaður var hetja liðsins og varði víti í seinni hálfleik.