Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann fallbaráttuslaginn
Þriðjudagur 19. ágúst 2008 kl. 13:03

Keflavík vann fallbaráttuslaginn

Keflavík vann mikilvægan sigur á HK/Víking, 3-1 í Landsbankadeild kvenna en leikið var á Sparisjóðsvellinum í Reykjanesbæ. Linda Rós Þorláksdóttir kom Keflavíkurstúlkum yfir á 12. mínútu. Danka Podovac bætti við öðru marki mínútu síðar. Danka var svo aftur að verki á 60. mínútu og kom Keflavík þar með í 3-0. HK/Víkingur náði að klóra í bakkan á 73. mínútu þegar Marina Nesic skoraði. Ekki voru fleiri mörk skorðu í leiknum og fyrsti sigur Keflavíkur undir stjórn Ásdísar Þorgilsdóttir staðreynd.

Keflavík er með 12 stig 8. sæti deildarinnar og er þremur stigum frá fallsæti þegar þremur umferðum er ólokið. Keflavík fer í heimsókn í Garfarvoginn n.k. þriðjudag og mætir botnliði Fjölnis. Leikurinn hefst kl. 18:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


VF-MYND/Inga: Keflavík hrósaði mikilvægum sigri í gær.