Keflavík vann á Akureyri, Grindavík og ÍBV skilja jöfn
 Keflvíkingar unnu góðan útisigur á KA, 1-2, í fyrsta leik liðsins í Landsbankadeildinni. Jónas Sævarsson og Hólmar Rúnarsson skoruðu mörk Keflvíkinga í seinni hálfleik, en Hreinn Hringsson hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks.
Keflvíkingar unnu góðan útisigur á KA, 1-2, í fyrsta leik liðsins í Landsbankadeildinni. Jónas Sævarsson og Hólmar Rúnarsson skoruðu mörk Keflvíkinga í seinni hálfleik, en Hreinn Hringsson hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks.Grindavík og ÍBV skildu jöfn, 1-1, á Grindavíkurvelli. Magnús Már Lúðvíksson kom gestunum yfir í upphafi seinni hálfleiks, en Grétar Hjartarson jafnaði fyrir Grindavík á 71. mínútu.
Nánari fréttir síðar í dag...


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				