Keflavík valtaði yfir vængbrotna Hauka
Íslandsmeistarar Hauka voru ekki mikil fyrirstaða í Sláturhúsinu í kvöld þegar Keflavík skellti Hafnarfjarðarkonum 106-58 í
Kiera lék 22 leiki fyrir Hauka og skoraði í þeim 22,6 stig, tók 5,5 fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir einnig fjarverandi hjá Haukum sökum meiðsla.
Stigahæst í liði Hauka í kvöld var Telma B. Fjalarsdóttir með 14 stig og 17 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir gerði 11 stig.
Haukar áttu aldrei möguleika í leiknum og fljótt varð ljóst í hvað stefndi þar sem Keflavík leiddi 29-14 eftir fyrsta leikhluta og var staðan í hálfleik 56-30 og svo lokatölur 106-58 eins og fyrr greinir.
Keflavík er á toppi deildarinnar með 36 stig en KR getur jafnað Keflavík að stigum með sigri í næstu tveimur umferðum svo fremi Keflavík tapi í næstu umferð gegn KR og svo gegn Hamri í síðustu umferðinni.
VF-Mynd/ Þorgils Jónsson, [email protected] – Pálína Gunnlaugsdóttir lék í 20 mínútur gegn sínum gömlu félögum í kvöld en henni tókst ekki að skora í leiknum þó liðsfélagar hennar í Keflavíkurliðinu hefðu verið iðnir við kolann.