Keflavík valtaði yfir Hött
Keflvíkingar voru ekkert að flýta sér þegar þeir tóku Hött í kennslustund. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndu Keflvíkingar klærnar og skyldu Hattarmenn eftir í reykjarmekki. Lokatölur leiksins voru 119 – 79 Keflavík í vil sem eru nú í 2. sæti IE – deildarinnar, 4 stigum á eftir Njarðvíkingum.
Að loknum 1. leikhluta var staðan 21 – 20 Keflavík í vil og voru gestirnir frá Egilsstöðum nokkuð ferskir að sjá. Liðin gengu þó til hálfleiks í stöðunni 59 – 52 og hefur vörn Keflavíkur verið betri í Sláturhúsinu enda ekki oft sem þeir fá á sig 52 stig í fyrri hálfleik.
Höttur fékk svo að kynnast því hvað býr í Íslandsmeisturum í seinni hálfleik en Keflvíkingar sigruðu seinni hálfleikinn 60 – 27 og urðu lokatölurnar 119 – 79 eins og áður hefur komið fram. Það má því segja að Keflvíkingar hafi aðeins þurft einn hálfleik til að gera út um leik sinn gegn Hetti.
A.J. Moye gerði 27 stig í leiknum og tók 5 fráköst hjá Keflavík en næst stigahæstur var Magnús Gunnarsson með 18 stig. Allir komust á blað hjá Keflvíkingum og þar á meðal var Guðjón Skúlason sem setti m.a. niður þrjá þrista við mikinn fögnuð áhorfenda. Þess má geta að Keflvíkingar léku í búningum af „gamla skólanum“ eða gulum búningum með blárri rönd en Henson saumaði búningana sem voru endurgerðir af 24 ára gamalli fyrirmynd.
Hjá Hetti náði Milojica Zekovic öflugri tvennu með 33 stig og 12 fráköst en Loftur Einarsson gerði 15 stig.
Höttur er á botni deildarinnar með 4 stig en fyrir ofan þá eru Haukar með 6 stig.
Tölfræði leiksins
VF – myndir/ Þorgils Jónsson
Að loknum 1. leikhluta var staðan 21 – 20 Keflavík í vil og voru gestirnir frá Egilsstöðum nokkuð ferskir að sjá. Liðin gengu þó til hálfleiks í stöðunni 59 – 52 og hefur vörn Keflavíkur verið betri í Sláturhúsinu enda ekki oft sem þeir fá á sig 52 stig í fyrri hálfleik.
Höttur fékk svo að kynnast því hvað býr í Íslandsmeisturum í seinni hálfleik en Keflvíkingar sigruðu seinni hálfleikinn 60 – 27 og urðu lokatölurnar 119 – 79 eins og áður hefur komið fram. Það má því segja að Keflvíkingar hafi aðeins þurft einn hálfleik til að gera út um leik sinn gegn Hetti.
A.J. Moye gerði 27 stig í leiknum og tók 5 fráköst hjá Keflavík en næst stigahæstur var Magnús Gunnarsson með 18 stig. Allir komust á blað hjá Keflvíkingum og þar á meðal var Guðjón Skúlason sem setti m.a. niður þrjá þrista við mikinn fögnuð áhorfenda. Þess má geta að Keflvíkingar léku í búningum af „gamla skólanum“ eða gulum búningum með blárri rönd en Henson saumaði búningana sem voru endurgerðir af 24 ára gamalli fyrirmynd.
Hjá Hetti náði Milojica Zekovic öflugri tvennu með 33 stig og 12 fráköst en Loftur Einarsson gerði 15 stig.
Höttur er á botni deildarinnar með 4 stig en fyrir ofan þá eru Haukar með 6 stig.
Tölfræði leiksins
VF – myndir/ Þorgils Jónsson