Keflavík úr leik og Hjalti hættur
Keflavík tapaði fjórða leiknum á móti Tindastóli í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik, Stólarnir unnu þrjár viðureignir en Keflavík eina og er því úr leik.
Leikið var fyrir norðan en það Síkið á Sauðárkróki er með erfiðari útivöllum og því ljóst að verkefnið yrði erfitt. Heimamenn tóku völdin frá byrjun og hleyptu Keflvíkingum aldrei inn í leikinn. Sigur Tindastóls var sanngjarn en þeir unnu alla leikfjórðunga og höfðu talsverða yfirburði í einvíginu öllu. Að lokum var átján stiga tap útkoman og Keflvíkingar á leið í sumarfrí.
Eftir leik tilkynnti Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, að hann yrði ekki áfram með Keflavíkurliðið á næsta tímabili. Hjalti hefur stýrt liðinu síðustu fjögur ár en hann gaf út í gær, í viðtalið við Karfan.is, að honum þætti þetta orðið gott en viðtalið má sjá í spilaranum neðst á síðunni.
Tindastóll - Keflavík 97:79
(25:19, 24:20, 21:15, 27:25)
Keflavík: David Okeke 17/4 fráköst, Eric Ayala 14, Halldór Garðar Hermannsson 13, Hörður Axel Vilhjalmsson 12/4 fráköst, Dominykas Milka 8/7 fráköst, Igor Maric 6/7 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 4, Nikola Orelj 3, Valur Orri Valsson 2, Frosti Sigurðsson 0, Magnús Pétursson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0.