Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík úr leik í VÍS-bikar karla
Mustapha Heron var stigahæstur Keflvíkinga með 26 stig, þá tók hann átta fráköst og hafði 25 framlagspunkta. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 08:24

Keflavík úr leik í VÍS-bikar karla

Keflvíkingar léku gegn Stjörnunni í gær í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfuknattleik. Eftir þræljafnan leik og framlengingu stóðu Stjörnumenn uppi sem sigurvegarar og munaði aðeins tveimur stigum á liðunum (95:93). Keflvíkingar eru því úr leik en framundan er úrslitakeppni Subway-deildarinnar.

Stjarnan - Keflavík 95:93

(19:23, 22:13, 19:26, 22:20, 13:11)

Allur leikurinn spilaðist mjög jafnt og var mesti munur aldrei meiri en níu stig. Keflavík byrjaði aðeins betur og hafði fjögurra stiga forystu (19:23) að fyrsta leikhluta loknum en Stjarnan leiddi með fimm stigum í hálfleik (41:36).

Áfram héldu liðin að skiptast á forystunni og Keflavík hafði tveggja stiga forskot (60:62) þegar fjórði leikhluti hófst. Liðin voru algerlega mjög samstíga og hafði ýmist Keflavík eða Stjarnan eins til tveggja stiga forskot. Í lokin vantaði Keflavík þrjú stig til að jafna (82:79) og þau stig komu þegar Jaka Brodnik smellti niður þristi þegar rétt um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík tók svo foystu í upphafi framlengingar og náðu fimm stiga forskoti (85:90) en þá náðu Stjörnumenn góðum kafla og kláruðu leikinn á æsispennandi lokamínútum. Lokatölur 95:93 og Keflavík kemst því miður ekki í úrslitaleikinn í ár.

Brodnik setti niður þriggja stiga körfu og kom Keflavík þannig í framlenginguna.
Hjalta Þór Vilhjálmssyni fannst Keflavík vera betra liðið í framlengingu og var mjög ósáttur við dómgæsluna þegar á reyndi eins og heyra má í viðtali sem fréttamiðillinn Karfan.is tók við Hjalta eftir leik. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Frammistaða Keflvíkinga: Mustapha Jahhad Heron 26/8 fráköst, Darius Tarvydas 17/5 fráköst, Valur Orri Valsson 16/6 fráköst, Dominykas Milka 14/13 fráköst, Jaka Brodnik 11/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 9/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Magnús Pétursson 0, Nikola Orelj 0.

Tengdar fréttir