Keflavík úr leik í Lengjubikarnum
Keflavík og Valur mættust í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu í gærkvöldi þar sem Íslandsmeistarar Vals fóru með 2-0 sigur af hólmi. Pálmi Rafn Pálmason og Dennis Bo Mortensen gerðu mörk Valsara í leiknum.
Byrjunarlið Keflavíkur gegn Val í gærkvöldi
Ómar Jóhannsson, markvörður, Guðjón Árni Antoníusson, Guðmundur Viðar Mete, Kenneth Gustafsson, Nicolai Jörgensen, Hafsteinn Ingvar Rúnarsson (Magnús Þórir Matthíasson 46), Jón Gunnar Eysteinsson, Hallgrímur Jónasson. Guðmundur Steinarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson (Einar Orri Einarsson 46), Þórarinn Brynjar Kristjánsson (Patrik Redo 46)
VF-Mynd/ [email protected] –Nicolai Jörgensen var í byrjunarliði Keflavíkur í gær. Hér er hann á ferðinni með Keflvíkingum gegn Fylki á síðustu leiktíð.