Keflavík úr leik í bikarnum
Keflavíkurkonur duttu í gærkvöldi úr leik í VISA bikarkeppninni eftir 2-0 ósigur gegn Breiðablik í Kópavogi. Þetta var þriðji tapleikur Keflavíkur í röð á þessari leiktíð gegn Breiðablik.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir gerðu mörk Blikanna. Valur, Breiðablik, Fjölnir og Stjarnan halda áfram í 4ra liða úrslit.
Næsti leikur Keflavíkurkvenna er í Landsbankadeildinni gegn Stjörnunni miðvikudaginn 2. ágúst.