Keflavík undir gegn ÍA
Leikur ÍA og Keflavíkur hófst kl. 19.15 á Akranesi og er staðan í leiknum 3-1 heimamönnum í vil. Adolf Sveinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu en heimamenn skoruðu hins vegar þrjú mörk á 20 mínútna kafla og leiða því leikinn. Þá eru Grindvíkingar að tapa gegn Fylki 2-0 á Fylkisvelli.Bjarki Gunnlaugsson sem er að spila sinn fysta leik með ÍA í sumar hefur sett tvö mörk fyrir heimamenn í leik ÍA og Keflavíkur.