Keflavík tryggði sér A-sætið örugglega
Nýliðar Fjölnis höfðu ekki erindi sem erfiði í Toyota-höllinni í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík í Iceland Express deild kvenna. Fyrir leik var vitað að á brattann yrði að sækja hjá Grafarvogskonum sem léku án Natöshu Harris sem er meidd á hendi. Lokatölur í kvöld reyndust 79-39 Keflavík í vil þar sem Jaquline Adamshick var með 22 stig og 11 fráköst í liði Keflavíkur sem nú hefur unnið fjóra deildarleiki í röð og situr í 2. sæti á eftir ósigruðum Hamarskonum.
Leiðir skildu fljótt í kvöld og þar sem Keflavík vann þriðja leikhluta 18-4 áttu Fjölniskonur í raun aldrei erindi í lokasprettinn. Eftir leik kvöldsins er Fjölnir í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar með 4 stig.
Keflavík hefur 20 stig í 2. sæti deildarinnar og hafa nú tryggt sér sæti í A-riðlinum þegar deildinni verður skipt upp en það hefur Hamar, topplið deildarinnar, vissulega gert líka en KR og Haukar sem eru í 3-4 sæti eru ekki örugg enn inn í A-riðil.
Keflavík: Jacquline Adamshick 22/11 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/11 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 7/4 fráköst/3 varin skot, Marín Rós Karlsdóttir 5/5 stoðsendingar, Rannveig Randversdóttir 4, Sigrún Albertsdóttir 3/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Árný Sif Gestsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Fjölnir: Inga Buzoka 9/16 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 8, Erla Sif Kristinsdóttir 7/8 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 2, Eva María Emilsdóttir 1, Sigrún Gabríela Jóhannsdóttir 0, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0.
Dómarar: Steinar Orri Sigurðsson, Jakob Árni Ísleifsson