Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík tók grannaslaginn
Sunnudagur 10. janúar 2010 kl. 19:45

Keflavík tók grannaslaginn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavíkurstúlkur byrjuðu árið vel á nokkuð öruggum sigri á nágrönnum sínum úr Njarðvík en lokastaðan leiksinsi var 86-64 í Toyota höllinni í gær.

Njarðvíkurstúlkur byrjuðu af krafti með Ólöfu Helgu Pálsdóttur í fararbroddi og var staðan 4-16 fyrir gestunum þegar nokkrar mínútur voru liðnar af leiknum. Þá hrukku Keflavíkurstúlkur í gang og voru ekki lengi að breyta stöðunni í 26-18 þeim í vil. Í hálfleik leiddu Keflvíkingar með 16 stigum og staðan var 48-32.

Seinni hálfleikur var heldur tíðindalítill. Njarðvíkurstúlkur náðu sér ekki á strik, sóknarleikur þeirra virtist ekki ganga nógu vel og tók Shantrell Moss oftar en ekki á skarið og keyrði upp að körfunni, en hún var aðal burðarás Njarðvíkurliðsins. Allan seinni hálfleik munaði um 15 stigum á liðunum og staðan breyttist lítið eftir að Keflavík hafði skorað 16 stig í röð, eftir það náðu Njarðvíkurstúlkur sér ekki á strik. Það munaði svo 12 stigum á liðunum í lok leiksins.

Erlendu leikmenn beggja liða voru atkvæðamestar en Shantrell Moss hjá Njarðvík var með 37 stig og Kristi Smith skoraði 30 stig fyrir Keflavík. Bryndís Guðmundsdóttr var með 11 stig og 10 fráköst og hjá Njarðvík var Ólöf Helga með 16 stig og Helga Jónasdóttir með 13 fráköst.

Hægt er að skoða fleiri myndir í ljósmyndasafni Víkurfrétta.

VF-myndir/Páll Orri Pálsson