Keflavík tók grannaslaginn
Grindavík tók á móti Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld en gestirnir reyndust sterkari og höfðu að lokum þriggja stiga sigur 69-72. Leikurinn var jafn og spennandi og þrátt fyrir fjarveru Birnu Valgarðsdóttur tókst Keflavík að landa sigri í Röstinni.
Tamara Bowie var stigahæst hjá Grindavík með 33 stig og 16 fráköst en TaKesha Watson gerði 33 stig, tók 8 fráköst og stal 6 boltum hjá Keflavík.
Nánar síðar...