Keflavík tók forystu á nýjan leik
Keflvíkingar sýndu talsverða yfirburði gegn Njarðvík í þriðja leik undanúrslita Subway-deildar kvenna í körfuknattleik í gær. Fyrir leikinn voru liðin búin að vinna einn leik hvort en Keflavík tók öll völd frá byrjun og unnu að lokum 27 stiga sigur. Keflvíkingar leiða nú einvígið 2:1 og þurfa því að vinna einn leik í viðbót til að komast í úrslitin.
Fyrstu tvo leikhlutanna voru yfirspiluðu Keflvíkingar gestina og höfðu byggt um gott forskot áður en blásið var til hálfleiks. Njarðvíkingar komu ákveðnari til þriðja leikhluta og unnu hann að lokum með sjö stigum en heimakonur pökkuðu leiknum saman í síðasta hlutanum og eru nú í góðri stöðu fyrir fjórða leikinn sem fer fram á heimavelli Njarðvíkur, Ljónagryfjunni, næstkomandi fimmtudag.
Keflavík - Njarðvík 79:52
(21:12, 24:12, 12:19, 22:9)
Keflavík: Katla Rún Garðarsdóttir 16, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Daniela Wallen Morillo 14/18 fráköst/8 stoðsendingar, Karina Denislavova Konstantinova 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Anna Lára Vignisdóttir 3, Agnes María Svansdóttir 3, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0/5 stoðsendingar, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.
Njarðvík: Lavinia Joao Gomes Da Silva 14/6 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 12/12 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Raquel De Lima Viegas Laneiro 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Rannveig Guðmundsdóttir 2, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Dzana Crnac 0.