Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík þarf kraftaverk
Mynd úr safni.
Sunnudagur 19. ágúst 2018 kl. 20:00

Keflavík þarf kraftaverk

Keflvíkingar þurfa kraftaverk ætli þeir að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni. Þeir eru í dag 12 stigum frá liðinu í 10. sæti þegar fimm umferðir eru eftir og 18 stig í pottinum. Keflavík tapaði í gær fyrir ÍBV í Eyjum með einu marki gegn engu.
 
Næsti leikur Keflavíkur er gegn FH í Keflavík næsta sunnudag. Aðrar viðureignir sem Keflavík á eftir eru gegn Fylki, KR, Víking Reykjavík og lokaleikurinn er gegn Valsmönnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024