Keflavík tekur KFÍ í kennslustund
Keflavík vann stórsigur á KFÍ í heimsókn sinni til Ísafjarðar í kvöld 84-116. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik var Keflavík með eins stigs forskot 40-41, en í seinni hálfleik óðu Keflvíkingar yfir gestgjafana.
„Við vorum svolítið lengi í gang en þegar pressan fór að ganga upp hjá okkur rúlluðum við bara yfir þá. Þeir höfðu ekki úthald í að eiga við vörnina hjá okkur en breiddin tryggði okkur sigurinn þar sem allir strákarnir okkar komu við sögu og spiluðu vel“, sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur.
Stigahæstir Keflavíkur voru Derrick Allen sem skoraði 30 stig og tók 10 fráköst. Jón Norðdal átti líka frábæran leik og skoraði 24 stig, sem er met hjá þessum unga leikmanni og Nick Bradford kom næstur með 20 stig.
Hjá KFÍ var Adam Spanich atkvæðamestur með 29 stig og tók 12 fráköst. Jeb Ivey kom næstur með 27 stig og hann gaf einnig 8 stoðsendingar.
Eftir 6 umferðir er Keflavík með 8 stig ásamt Njarðvík, Haukum og Snæfelli, en Grindavík er enn efst með 12 stig, enn ósigraðir. KFÍ er enn sem fyrr á botni deildarinnar með 2 stig eins og Breiðablik og ÍR.
Hér má finna tölfræði leiksins