Keflavík tekur forystuna: Sterkur sigur í Sláturhúsinu
Keflavíkurkonur hafa tekið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Grindavík eftir 99-91 sigur í Sláturhúsinu í kvöld. Keflavík leiddi allan leikinn en Grindavík var aldrei langt undan. TaKesha Watson gerði 25 stig fyrir Keflavík og Margrét Kara gerði 20 en hjá Grindavík var Hildur Sigurðardóttir með 25 stig. Liðin mætast í fjórða leiknum á föstudag í Grindavík kl. 19:15.
Keflavík hóf leikinn strax á pressuvörn sem skilaði nokkrum auðveldum boltum. TaKesha Watson kom grimm til leiks og skoraði hverja körfuna á fætur annarri en varnir beggja liða voru fremur slappar í fyrri hálfleik. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta fór Keflavík yfir í svæðisvörn og náðu umsvifalaust að
Grindavíkurvörnin var áfram hriplek í 2. leikhluta en sterkur sóknarleikur þeirra gulu hélt þeim inni í leiknum. Margrét Kara Sturludóttir kom með mikla baráttu inn í Keflavíkurliðið og var iðin við fráköstin á báðum endum vallarins. Tamara Bowie var rétt skugginn af sjálfri sér í fyrri hálfleik og var aðeins með 9 stig í leikhléi. Þegar um þrjár mínútur voru til hálfleiks settu liðin upp litla þriggja stiga skotsýningu. Íris Sverrisdóttir reið á vaðið með þrist fyrir Grindavík og staðan 57-46 en strax í næstu sókn svarað TaKesha með öðrum þrist og staðan 60-46. Þar á eftir var röðin komin að Hildi Sigurðardóttur með þrist, 60-49. Liðin gengu svo til hálfleiks í stöðunni 62-53 Keflavík í vil og langt um liðið síðan jafn háar hálfleikstölur hafa sést í kvennaleik sem er mjög jákvætt fyrir áhorfendur en fremur neikvætt fyrir varnir beggja liða.
Gestirnir náðu að minnka muninn í 66-63 í þriðja leikhluta en nær komust þær ekki því Keflavík náði ávallt að auka forystuna að nýju. Svæðisvörnin var þétt og Grindavík átti oft í mesta basli með að komast upp að Keflavíkurkörfunni. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 80-72 fyrir Keflavík.
Í upphafi fjórða leikhluta voru þær Petrúnella, Hildur, Ingibjörg og Ólöf allar komnar með fjórar villur og mátti lítið út af bregða. Grindavík skipti einnig yfir í svæðisvörn í 4. leikhlut og gekk hún þokkalega. Þegar rétt rúmar tvær mínútur voru til leiksloka setti
Rétt eins og fyrri viðureignir liðanna í þessum undanúrslitum var leikur kvöldsins frábær skemmtun og má enginn missa af fjórða leik liðanna í Grindavík á föstudagskvöld. Takist Keflavík að landa sigri þar eru Grindvíkingar komnir í sumarfrí og Keflavík inn í úrslitin þar sem þær mæta annað hvort Haukum eða ÍS.