Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík tekur á móti Stjörnunni síðdegis
Mánudagur 23. ágúst 2010 kl. 16:48

Keflavík tekur á móti Stjörnunni síðdegis

Nú síðdegis koma Garðbæingar í heimsókn þegar Keflavík og Stjarnan leika í 17. umferð Pepsi-deildarinnar.  Leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum og flautað verður til leiks kl. 18:00. Fyrir leikinn eru liðin bæði með 23 stig í 5.-6. sæti deildarinnar og sigla lygnan sjó um miðja deild.

Stjörnumenn hafa unnið tvo síðustu leiki sína en Keflvíkingum hefur gengið brösuglega í síðustu leikjum og finnst væntanlega kominn tími til að breyta því og landa fyrsta "heima"-sigri sumarsins.  Dómari leiksins verður Guðmundur Ársæll Guðmundsson, aðstoðardómarar Áskell Þór Gíslason og Leiknir Ágústsson og eftirlitsmaður KSÍ verður gamla kempan Eyjólfur Ólafsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024