Keflavík tekur á móti Fylki í kvöld
Annarri umferð í Landsbankadeild karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með fimm leikjum og þá taka Keflvíkingar á móti Fylki á Sparisjóðsvellinum í Keflavík kl. 19:15.
Fylkismenn lágu 3-0 gegn Fram í Árbænum í fyrstu umferð en Keflvíkingar fengu óskabyrjun þegar þeir rassskelltu Valsmenn 5-3.
Aðrir leikir kvöldsins í Landsbankadeildinni
19:15 Fjölnir-KR
19:15 Breiðablik-Þróttur R.
19:15 Fram-HK
20:00 FH-ÍA
Fyrsti leikur annarar umferðar fór fram í Laugardal í gær þar sem Grindvíkingar lágu 3-0 gegn Íslandsmeisturum Vals.
VF-Mynd/ [email protected] – Verður annar eins fögnuður á Keflavíkurvelli í kvöld?