Þriðjudagur 6. júlí 2004 kl. 12:19
Keflavík tekur á móti Fylki
Keflvíkingar taka á móti Fylkismönnum í 8 liða úrslitum VISA bikarsins en dregið var um leikina rétt í þessu. HK tekur á móti Val og KR-ingar á móti FH. Það verður sannkallaður landsbyggðarslagur þegar KA tekur á móti ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 4. og 5. ágúst.
Úr myndasafni VF.