Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík tekur á móti Blikum
Þriðjudagur 23. maí 2006 kl. 13:02

Keflavík tekur á móti Blikum

Keflavík tekur á móti Breiðablik í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Bæði liðin höfðu sigur í fyrstu umferðinni þar sem Keflavík lagði Fylki 2-0 og Breiðablik burstaði KR 4-0.

Breiðablik hefur á að skipa mjög sterku liðið og þurfa Keflavíkurkonur að draga fram sínar bestu hliðar ætli þær sér að ná stigum af Blikum.

Dómarar leiksins í kvöld eru þeir Egill Arnar Sigurþósson, dómari, og Smári Stefánsson og Ingvar Örn Gíslason aðstoðardómarar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024