Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapar fyrsta Evrópuleiknum
Miðvikudagur 8. nóvember 2006 kl. 19:21

Keflavík tapar fyrsta Evrópuleiknum

Keflavík mátti sætta sig við tap gegn tékkneska liðinu Mlekarna Kunin í fyrsta Evrópuleik vetrarins, 107-74 í dag.

Þeir Jermaine Williams og Thomas Soltau voru stiaghæstir Keflvíkinga með 16 stig hvor og Tim Ellis var með 14 stig. Bandaríkjamaðurinn Chad Timberlake var atkvæðamestur í tékkneska liðinu með 23 stig.

Leikmenn Mlekarna, sem léku á heimavelli, hittu ótrúlega úr 3ja stiga skotum sínum (14/27) og voru með talsvert fleiri fráköst.

Næsti leikur Keflavíkur verður þann 17 þessa mánaðar á heimavelli.

 

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024