Keflavík tapar á Skaganum
Keflvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð þegar þeir misstu niður forskot gegn ÍA í kvöld. Þeir eru enn í fimmta sæti Landsbankadeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.
Keflvíkingar virtust hafa tekið sig saman í andlitinu eftir háðuglega útreið gegn ÍBV í síðasta leik þar sem þeir tóku stjórnina á Akranesvelli. Þórarinn Kristjánsson kom gestunum yfir á 18. mín með vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á Ingva Rafni Guðmundssyni. Varnarmaður Skagamanna hafði brotið á Ingva þegar hann var kominn einn inn fyrir vörnina.
Keflvíkingar virtust hafa leikinn í höndum sér þegar flautað var til leikhlés, en seinni hálfleikurinn var algjör andstaða þess fyrri.
Skagamenn tóku stjórnina og lágu fast á Keflvíkingum en voru þó ekki að skapa sér verulega hættuleg færi nema úr föstum leikatriðum. Jöfnunarmark heimamanna kom einmitt upp úr hornspyrnu á eftir klukkustundar leik en þar var að verki Helgi Pétur Magnússon sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild með góðum skalla.
Heimamenn voru komnir inn í leikinn, en Keflvíkingar fengu engu að síður sín færi í seinni hálfleik. Þórarinn fór illa með upplagt færi auk þess sem Scott Ramsey átti skot í slá.
Náðarhöggið kom þó sex mínútum fyrir leikslok þegar boltinn datt fyrir fætur Reynis Leóssonar eftir aukaspyrnu frá vinstri kanti. Reynir sendi boltann í netið en óvíst er hvor hann fái markið skráð á sig vegna þess að knötturinn hafði viðkomu í Julian Johnson.
„Þetta leit vel út og við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Haraldur Guðmundsson, miðvörður Keflavíkur, eftir leikinn. „Svo var þetta allt annar leikur í seinni hálfleik. Þeir voru að pressa okkur út um allan völl á meðan spilið datt alveg niður hjá okkur.“
Mynd úr safni
Keflvíkingar virtust hafa tekið sig saman í andlitinu eftir háðuglega útreið gegn ÍBV í síðasta leik þar sem þeir tóku stjórnina á Akranesvelli. Þórarinn Kristjánsson kom gestunum yfir á 18. mín með vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á Ingva Rafni Guðmundssyni. Varnarmaður Skagamanna hafði brotið á Ingva þegar hann var kominn einn inn fyrir vörnina.
Keflvíkingar virtust hafa leikinn í höndum sér þegar flautað var til leikhlés, en seinni hálfleikurinn var algjör andstaða þess fyrri.
Skagamenn tóku stjórnina og lágu fast á Keflvíkingum en voru þó ekki að skapa sér verulega hættuleg færi nema úr föstum leikatriðum. Jöfnunarmark heimamanna kom einmitt upp úr hornspyrnu á eftir klukkustundar leik en þar var að verki Helgi Pétur Magnússon sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild með góðum skalla.
Heimamenn voru komnir inn í leikinn, en Keflvíkingar fengu engu að síður sín færi í seinni hálfleik. Þórarinn fór illa með upplagt færi auk þess sem Scott Ramsey átti skot í slá.
Náðarhöggið kom þó sex mínútum fyrir leikslok þegar boltinn datt fyrir fætur Reynis Leóssonar eftir aukaspyrnu frá vinstri kanti. Reynir sendi boltann í netið en óvíst er hvor hann fái markið skráð á sig vegna þess að knötturinn hafði viðkomu í Julian Johnson.
„Þetta leit vel út og við vorum með leikinn í höndunum,“ sagði Haraldur Guðmundsson, miðvörður Keflavíkur, eftir leikinn. „Svo var þetta allt annar leikur í seinni hálfleik. Þeir voru að pressa okkur út um allan völl á meðan spilið datt alveg niður hjá okkur.“
Mynd úr safni