Keflavík tapaði öðru sinni fyrir Haukum
Keflavík og Haukar mættust öðru sinni í Subway-deild kvenna í þessari viku og líkt og í fyrri viðureigninni voru það Haukakonur sem fóru með sigur af hólmi. Leikurinn fór fram í Hafnarfirði í kvöld og er Keflavík nú í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig eftir þrettán leiki en Haukar fóru í fjórtán stig með sigrinum í kvöld.
Haukar - Keflavík 85:76
(13:17, 24:21, 24:14, 24:24)
Keflvíkingar byrjuðu betur og náðu fjögurra stiga forystu í fyrsta leikhluta (13:17), Haukar minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik (37:38).
Haukar mættu mun ákveðnari en Keflvíkingar til seinni hálfleiks og sneru leiknum sér í vil með tíu stiga sveiflu, eftir þriðja leihluta var Keflavík því níu stigum á eftir (61:52).
Keflavík náði muninum í tvígang niður í þrjú stig í fjórða leikhluta (72:69 og 77:74) en á síðustu einni og hálfu mínútunni skoruðu heimakonur átta stig gegn tveimur stigum Keflvíkinga og innsigluðu níu stiga sigur (85:76).
Frammistaða Keflvíkinga: Anna Ingunn Svansdóttir 22, Katla Rún Garðarsdóttir 17, Ólöf Rún Óladóttir 13/4 fráköst, Daniela Wallen Morillo 12/13 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 6/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Tunde Kilin 2, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0.