Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík tapaði öðru sinni fyrir Haukum
Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst Keflvíkinga og setti niður 22 stig, þar af fjóra þrista.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 31. janúar 2022 kl. 00:18

Keflavík tapaði öðru sinni fyrir Haukum

Keflavík og Haukar mættust öðru sinni í Subway-deild kvenna í þessari viku og líkt og í fyrri viðureigninni voru það Haukakonur sem fóru með sigur af hólmi. Leikurinn fór fram í Hafnarfirði í kvöld og er Keflavík nú í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig eftir þrettán leiki en Haukar fóru í fjórtán stig með sigrinum í kvöld.

Haukar - Keflavík 85:76

(13:17, 24:21, 24:14, 24:24)

Keflvíkingar byrjuðu betur og náðu fjögurra stiga forystu í fyrsta leikhluta (13:17), Haukar minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik (37:38).

Haukar mættu mun ákveðnari en Keflvíkingar til seinni hálfleiks og sneru leiknum sér í vil með tíu stiga sveiflu, eftir þriðja leihluta var Keflavík því níu stigum á eftir (61:52).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík náði muninum í tvígang niður í þrjú stig í fjórða leikhluta (72:69 og 77:74) en á síðustu einni og hálfu mínútunni skoruðu heimakonur átta stig gegn tveimur stigum Keflvíkinga og innsigluðu níu stiga sigur (85:76).

Frammistaða Keflvíkinga: Anna Ingunn Svansdóttir 22, Katla Rún Garðarsdóttir 17, Ólöf Rún Óladóttir 13/4 fráköst, Daniela Wallen Morillo 12/13 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 6/4 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Tunde Kilin 2, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0.

Tengdar fréttir