Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapaði í jöfnum leik
Miðvikudagur 31. janúar 2018 kl. 21:21

Keflavík tapaði í jöfnum leik

Keflavík tapaði gegn Stjörnunni í Domino´s-deild kvenna í körfu í kvöld með einu stigi og voru lokatölur leiksins 69-68, leikurinn var jafn og töluvert spennandi en Brittanny Dinkins reyndi þriggja stiga skot á lokasekúndunum sem fór ekki í körfuna og fóru því Stjörnukonur heim með sigur.

Með sigri hefði Keflavík komist á topp deildarinnar við hlið Hauka og Vals en Stjarnan tryggði sér minni mun á milli liðanna með sigrinum og núna munar aðeins tveimur stigum á þeim en Keflavík er í þriðja sæti á meðan Stjarnan situr í því fjórða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Thelma Dís Ágústsdóttir með 18 stig og 4 fráköst, Erna Hákonardóttir með 14 stig, Brittanny Dinkins með 12 stig, 15 fráköst, 11 stoðsendingar og 5 stolna bolta, Birna Valgerður Benónýsdóttir með 9 stig og Embla Kristínardóttir með 5 stig og 5 fráköst.