Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 8. febrúar 2003 kl. 14:54

Keflavík tapaði í framlengingu

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir ÍS í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll fyrir nokkrum mínútum. Lokastaðan var 53:51. Eftir æsispennandi lokamínútur skildu liðin jöfn, 48:48, og jafnaði Stella Rún Kristjánsdóttir metin fyrir Stúdínur með þriggja stiga körfu 22 sekúndum fyrir leikslok. Það stefndi allt í öruggan sigur Keflvíkinga. Keflavík hafði 33:20 yfir í hálfleik og var 16 stigum yfir þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024