Keflavík tapaði gegn Tindastóli
Keflavík heimsótti Bikarmeistara Tindastóls í körfu í kvöld í Domino´s-deild karla, lokatölur leiksins urðu 101-93 með tapi Keflvíkinga. Staðan í hálfleik var 56-36 fyrir Tindastól en Keflavík náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik en steig upp í þeim þriðja og minnkaði muninn í 71-63. Eftir leikinn í kvöld er Keflavík í 8. sæti deildarinnar með 16 stig.
Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Hörður Axel Vilhjálmsson með 27 stig og 6 fráköst, Christian Dion Jones með 18 stig og 6 fráköst, Magnús Már Traustason með 12 stig, Daði Lár Jónsson með 11 stig og 4 fráköst, Reggie Dupree með 9 stig og Guðmundur Jónsson með 5 stig og 5 fráköst.