Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapaði gegn Stjörnunni
Mánudagur 5. mars 2018 kl. 21:41

Keflavík tapaði gegn Stjörnunni

Keflavík heimsótti Stjörnuna í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld þegar næst síðasta umferð deildarinnar fór fram. Liðin sátu í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og var búist við hörkuleik enda úrslitakeppnin framundan. Leikurinn varð hins vegar aldrei spennandi og var Stjarnan með yfirhöndina allan tímann en lokatölur leiksins voru 99-67 fyrir Stjörnunni.

Lið Keflavíkur virtist ekki vera mætt til leiks í kvöld og léku þeir litla sem enga vörn, það var jafnvel talað um það á Twitter að Stjarnan kæmist upp með allt í leik kvöldsins. Þess má meðal annars geta að Stjarnan tók 54 fráköst á móti 41 frá Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík mætir ÍR í lokaumferð mótsins en Keflavík hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Hörður Axel Vilhjálmsson 13 stig og 4 fráköst, Magnús Már Traustason 13 stig, Davíð Páll Hermannsson 10 stig, Dominique Elliott 10 stig og 7 fráköst, Reggie Dupree 6 stig, Christian Dion Jones 6 stig og 4 fráköst og Daði Lár Jónsson 6 stig og5 fráköst.