Keflavík tapaði gegn KA í deildarbikarnum
Keflavík tapaði fyrir KA 1:0 í deildarbikarnum í knattspyrnu í gær. Að sögn Haraldar Guðmundssonar leikmanns Keflavíkur einkenndist leikurinn af mikilli baráttu þar sem bæði lið áttu nokkur ágætis færi. „Við vöknuðum til lífsins eftir markið en náðum þó ekki að nýta færin sem við fengum og því fór sem fór. Við erum þó öryggir áfram í 8-liða úrslitin“.