Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík tapaði gegn botnliði Hattar
Mánudagur 12. febrúar 2018 kl. 21:47

Keflavík tapaði gegn botnliði Hattar

Keflavík tók á móti Hetti í kvöld í Domino´s-deild karla í körfu en Höttur situr á botni deildarinnar og hafði einungis sigrað einn leik fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn var jafn allan tímann en lokatölur urðu 93-95 fyrir Hetti. Höttur náði að lokum að tryggja sér nauman sigur eftir hörkuleik en liðin skiptust á forystunni allan leikinn. Keflavík er í áttunda sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins með 16 stig. Þetta var sjöunda tap liðsins á heimavelli í röð en það hefur aldrei gerst áður í sögu liðsins.

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Christian Dion Jones með 28 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson með 20 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason með 17 stig, Ragnar Örn Bragason með 10 stig, Guðmundur Jónsson með 6 stig, 6 fráköst og c6 stolnir boltar og Reggie Dupree með 5 stig og 7 stoðsendingar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024