Keflavík tapaði fyrsta leik
Keflavík tók á móti Val í fjögurra liða úrslitum Domino´s-deildar kvenna í körfu í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðanna í viðureigninni en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimmuna. Lokatölur leiksins voru 77-88 og fór Valur heim með ellefu stiga sigur í kvöld.
Leikurinn var jafn og þétt allan leikinn og skiptust liðin á því að hafa forystu. Í þriðja leikhluta komst Valur yfir og vann leikhlutann með sex stigum, síðan í fjórða og síðasta leikhlutanum tók Valur völdin, þétti vörnina og Keflavík átti fá svör við varnarleik þeirra. Thelma Dís Ágústdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld með 22 stig og 9 fráköst. Keflavík er undir í rimmunni 0-1 eftir leikinn í kvöld.
Næsti leikur liðanna fer fram nk. laugardag í Valsheimilinu kl. 16:30.
Keflavík-Valur 77-88 (23-22, 15-16, 15-21, 24-29)
Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 22/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 17/5 fráköst, Brittanny Dinkins 12/8 fráköst/14 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/7 fráköst, Elsa Albertsdóttir 3/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Embla Kristínardóttir 0.
Valur: Aalyah Whiteside 39/15 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Bergþóra Holton Tómasdóttir 9, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 6/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Ásta Júlía Grímsdóttir 0.
Páll Orri Pálsson tók meðfylgjandi myndir á leiknum í kvöld.