Keflavík tapaði fyrir KR - næst neðstar
Keflavíkurstúlkur náðu ekki að endurtaka leikinn gegn KR þegar liðin mættust í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu á Nettó-vellinum í Keflavík í dag. Vesturbæjarliðið sem Keflavík vann í fyrri umferðinni 0:4 hirti öll stigin og sigraði 1:2.
Gestirnir komust í forystu á 8. með óvæntu marki en markvörður Keflavíkur lenti í vandræðum með langt skot, varði það en Grace Maher fylgdi vel á eftir og skoraði 0:1. Heimakonur jöfnuðu á 34. mínútu þegar Amelía Rún Fjeldsteð skoraði gott mark.
Katrín Ómarsdóttir, besti leikmaður KR skoraði sigurmarkið úr víti á 78. mínútu.
Keflavík er í næst neðsta sæti með 10 stig, þremur á eftir ÍBV sem á leik til góða.
„Fyrst og fremst bara gríðarlegt svekkelsi og þvílik vonbrigði að tapa hér í dag, stelpurnar lögðu sig alla fram en því miður skilaði það engum stigum eða neinu stigi hér í dag,“ sagði Gunnar við fotbolta.net.