Laugardagur 24. febrúar 2001 kl. 03:50
Keflavík tapaði fyrir KR
KR ingar urðu bikarmeistarar í körfu kvenna þegar þær sigruðu Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Lokatölur urðu 76:58. KR var yfir allan leikinn og Keflavíkurstúlkur náðu sér aldrei á strik. Útlensku leikmennirnir í báðum liðum voru bestir og skoruðu 30 og 32 stig.