Keflavík tapaði fyrir ÍA
Lokatölur 0-4 og ÍA tryggði sætið sitt í deildinni
Keflvíkingar þurftu að þola enn eitt stórtapið í dag þegar ÍA heimsótti Reykjanesbæ í 20. umferð Pepsí deildarinnar. Lokatölur urðu 0-4 og tryggðu Skagamenn áframhaldandi veru sína í deildinni með sigrinum.
Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark ÍA á 15. mínútu og má segja að úrslitin hafi verið ráðin þá þegar. Keflvíkingar, sem féllu formlega í síðustu umferð, voru langt frá því að vera samkeppnishæfir og því kom það fáum á óvart að Skagamenn sigldu lygnan sjó allann leikinn.
Gestirnir bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks og voru þar að verki Þórður Þórðarsson og Hallur Flosason á 25. og 30. mínútu. ÍA því með örugga forystu í hálfleik, 0-3.
Gestirnir bættu aðeins við einu marki í viðbót í síðari hálfleik. Garðar Gunnlaugsson skoraði þá annað mark sitt á 5. mínútu síðari hálfleiks.
Fátt markvert gerðist eftir þetta en gestirnir voru líklegri til að bæta við Keflvíkingar að svara fyrir sig en lokatölur urðu því 0-4 fyrir ÍA sem að tryggði sæti sitt á meðal 12 bestu liða landsins með sigrinum.
Keflvíkingar eru fallnir en halda áfram að hrapa í markatölu og hafa nú fengið á sig 52 mörk í 20 leikjum. Næsti leikur liðsins verður gegn Stjörnunni n.k. laugardag í Garðabæ.