Keflavík tapaði fyrir Eindhoven
Keflvíkingar töpuðu lokaleik sínum í gær í evrópukeppninni í Futsal gegn Eindhoven. Lokatölur urðu 5-16 og eins og tölurnar gefa til kynna þá var á brattann að sækja fyrir Keflavík. Eindhoven varð að vinna með átján mörkum til að komast áfram og sóttu þeir all hressilega að marki Keflvíkinga allan tímann. Keflavík átti aldrei möguleika gegn þessu sterka atvinnumannaliði.
Staðan í hálfleik 2-8 og Frakkarnir á áhorfendapöllunum sem studdu Keflavík að fara yfirum. Þrátt fyrir stóran sigur Eindhoven dugði það ekki þeim Hollensku. Frakkarnir í KBU France fara áfram á betri markatölu.
Ljótan blett setti á leikinn þegar besti leikmaður Eindhoven sparkaði illilega í Arnór Ingva á lokamínutunum og fékk réttilega rautt spjald. Líklega hefur Hollendingurinn verið orðinn pirraður þar sem Arnór Ingvi var búinn að halda honum niðri allan seinni hálffleikinn.
Guðmundur Steinarsson þrumar boltanum í netið hjá Hollendingum. Myndir/Jón Örvar.