Heklan
Heklan

Íþróttir

Keflavík tapaði á heimvelli - Grindavík enn án stiga
Þóranna Kika í baráttu við leikmann Skallagríms. Mynd/karfan.is/SkúliSig.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 09:24

Keflavík tapaði á heimvelli - Grindavík enn án stiga

Keflavíkurstúlkur máttu þola tap gegn Skallagrími á heimavelli í Domino’s deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Slæmur fyrri hálfleikur gerði Keflavík erfitt fyrir en í lokin munaði aðeins 5 stigum sem dugði Borgnesingum til sigur.

Skallagrímskonur voru miklu grimmari í byrjun leik og leiddu með 13 stigum í hálfleik og bættu svo við tveimur stigum í forskotið í þriðja leikhluta. Keflavíkurkonur vöknuðu við vondan draum en aðeins of lítið og aðeins of seint og urðu því að sætta sig við annað tapið í röð í deildinni.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Keflavík-Skallagrímur 70-75 (10-21, 18-22, 18-20, 24-12)

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 25/10 fráköst/5 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Elsa Albertsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Edda Karlsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0.

Grindavíkurstúlkur eru í bölvuðu basli og töpuðu gegn KR í Frostaskjóli. Lokatölur 81-66 fyrir þær röndóttu og Grindavík er enn án stiga í deildinni.

KR-Grindavík 81-66 (21-11, 17-18, 23-22, 20-15)

Grindavík: Kamilah Tranese Jackson 24/24 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 15/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 12, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 6, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2/5 fráköst, Vikoría Rós Horne 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Andra Björk Gunnarsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

VF jól 25
VF jól 25