Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 29. janúar 2009 kl. 10:01

Keflavík steinlá fyrir GRV

Lið GRV vann stórsigur í gærkvöldi á Keflavík í Faxaflóamótinu í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu. Úrslit leiksins urði 9-1 fyrir GRV, sem er sameinað lið Grindavíkur, Reynis og Víðis. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni.
GRV er í öðru sæti mótsins með fjögur stig næst á eftir Breiðablik sem er með 6 stig. FH og Keflavík eru stigalaus eftir tvær umferðir. Næsti leikur GRV er við Stjörnuna sem er í þriðja sæti með þrjú stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024