Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík spilar gegn On-Point í kvöld kl. 19:00
Fimmtudagur 25. ágúst 2011 kl. 09:28

Keflavík spilar gegn On-Point í kvöld kl. 19:00

Það verður áhugaverður leikur háður í Toyota Höllinni í kvöld kl. 19:00, en þá mæta Keflvíkingar blönduðu liði frá Bandaríkjunum. Liðið samanstendur af bandarískum leikmönnum héðan og þaðan, en markmið liðsins er að leikmenn liðsins komi sér á framfæri víðsvegar um heiminn og fái í kjölfarið hugsanlega samninga hjá félagsliðum. Liðið, eða verkefnið réttara sagt, heitir On-Point Basketball Development Program og verða þeir staddir á Íslandi á næstu 6 dögum. Þessi leikur var skipulagður með mjög skömmum fyrirvara, en það gerir hlutina bara skemmtilegri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftirfarandi leikir verða háðir hjá On-Point liðinu á Íslandi:

Fimmtudagur 25. ágúst gegn Keflavík. Spilað verður í Toyota Höllinni og hefst leikurinn kl. 19:00.

Föstudagur 26. ágúst gegn Grindavík. Spilað verður í Röstinni, en tímasetning er óráðin.

Laugardagur 27. ágúst gegn ÍR. Leikið verður í Seljaskóla og hefst leikurinn kl. 11:00.

Sunnudagur 28. ágúst gegn KR. Leikið verður í DHL Höllinni og hefst leikurinn kl. 16:00.

On-Point liðið mun svo halda til Spánar eftir Íslandsheimsóknina og spila þar gegn hinum ýmsu liðum.

Allir eru hvattir til að láta sjá sig í Toyota Höllinni í kvöld, en fáir vita við hverju er að búast. Einnig verður áhugavert að sjá sýnishorn af því hvernig Keflavíkurliðið er stemmt fyrir komandi baráttu í vetur.

Aðgangseyrir er 500 kr.