Keflavík spáð titlinum - Njarðvíkingar falla
Á blaðamannafundi KKÍ sem fram fór í dag var greint frá spám þar sem leikmenn, þjálfarar og formenn liðanna í Iceland Express deildum karla og kvenna fá að kjósa um hverja þeir telji líklegasta til afreka ú vetur. Í ljós kom að Keflvíkingar eru líklegastir í kvennaboltanum en hjá körlunum var KR spáð titlinum. Njarðvíkingum er spáð 6. sæti í úrvalsdeild kvenna en það er aðeins grárra útlitið hjá karlpeningnum í Njarðvík er eitthvað er að marka spána. Þeim er spáð 11. sætinu sem er fallsæti en eins og margir vita þá eru miklar breytingar búnar að eiga sér stað hjá þeim grænklæddu.
Grindvíkingum er spáð öðru sætiu hjá körlunum en þeir eru með feikilega öflugan hóp og spennandi verður að fylgjast með framferði þeirra í vetur. Strákarnir úr Bítlabænum sigla lygnan sjó ef marka má spekingana en þeir eiga að hafna í 5. sæti.
Spár liðanna í úrvalsdeild:
Konur:
1 Keflavík 166
2 KR 163
3-4 Haukar 135
3-4 Valur 135
5 Snæfell 90
6 UMFN 84
7 Hamar 54
8 Fjölnir 37
Karlar:
1 KR 395
2 Grindavík 374
3 Stjarnan 373
4 Snæfell 328
5 Keflavík 293
6 ÍR 244
7 Þór Þ 169
8 Haukar 149
9 Fjölnir 145
10 Tindastóll 136
11 Njarðvík 134
12 Valur 71
Munu Ólafur eða Magnús halda á þessum í lok tímabils?