Keflavík spáð öðru sæti
Í hádeginu í dag var kunngerð spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, en keppni í deildinni hefst annað kvöld.
Keflavík er spáð öðru sætinu en Fylki er spáð fyrsta sætinu. Gangi þetta eftir leikur Keflavík í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Keflavík leikur sinn fyrsta leik annað kvöld við Leikni Reykjavík
Spáin lítur þannig út:
1. Fylkir 398
2. Keflavík 394
3. Þróttur 352
4. Þór 288
5. Selfoss 278
6. Leiknir R 246
7. Fram 231