Keflavík spáð meistaratitlinum
Körfuknattleiksliði Keflavíkur er spáð meistaratitlinum í Iceland Express deild kvenna á komandi keppnistímabili samkvæmt spá körfuboltavefsins Karfan.is. Boltaspekingar landsins voru fengir til að þess að spá um gengi liðinna og fékk lið Keflavíkur 72 stig í stigagjöfinni. Lið Hauka varð í öðru sæti með 67 stig. Njarðvík er spáð fimmta sæti og Grindavík verður í næst neðsta sæti, gangi þessi spá eftir.
Í umsögn um Keflavíkurliðið segir að þar sé valinn leikmaður í hverju rúmi. Þær Birna Valgarðsdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir muni leiða liðið áfram ásamt Adamshick í bland við unga og efnilega landsliðsmenn sem séu að stíga upp í meistaraflokkinn.
Sjá umföllun Körfunnar.is hér.
Mynd/www.karfan.is – Kvennalið Keflavíkur varð Lengjubikarmeistari á dögunum.