Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík spáð deildarmeistaratitlinum
Úr leik Keflavíkur og Tindastóls í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Þeim er spáð efstu sætunum í Subway-deild karla í ár. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 29. september 2022 kl. 13:20

Keflavík spáð deildarmeistaratitlinum

Spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða Subway-deildar karla í körfuknattleik og spá fjölmiðla fyrir Subway-deild karla í körfuknattleik voru opinberaðar á árlegum kynningarfundi Körfuknattleikssambands Íslands í hádeginu í dag. Báðar spárnar eru nokkuð samsvarandi en fulltrúar félaganna spá Keflavík efsta sætinu en fjölmiðlar spá þeim í annað sæti.

Njarðvík er spáð þriðja til fjórða sæti en Grindavík því áttunda og níunda.

Subway-deild karla hefst þann 6. október en þá fara Njarðvíkingar í Breiðholtið og leika gegn ÍR og Grindvíkingar fara í vesturbæ Reykjavíkur og mæta KR. Keflavík og Tindastóll, liðunum sem er spáð efstu sætunum, mætast í Blue-höllinni degi síðar, þann 7. október.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá spárnar í heild sinni.