Keflavík sótti þrjú stig fyrir norðan
Keflavík og Þór/KA áttust við í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Akureyri í gær. Keflvíkingar unnu góðan 2:1 sigur og lönduðu þremur dýrmætum stigum en þær eru taplausar eftir tvo útileiki í upphafi móts.
Það var hin kínverska Tinli Lu sem kom Keflavík yfir í fyrri hálfleik (31') og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Þór/KA jafnaði leikinn strax í byrjun seinni hálfleiks en Sandra Voitane sá til þess að keflvískur sigur varð niðurstaðan þegar hún skoraði sigurmarkið á 56. mínútu. Keflavík var nærri því að bæta við mörkum en Þór/KA að jafna. Góður útisigur og Keflavík komið með fjögur stig í baráttunni.
Næsti leikur Keflvíkinga verður gegn Breiðabliki þann 9. maí á heimavelli.