Keflavík sótti sigur í Hólminn
- Njarðvík með tap á heimavelli
Domino´s deild kvenna í körfu hófst í gær, Keflavík mætti Snæfelli í Hólminum og Njarðvík tók á móti Skallagrím í Ljónagryfjunni.
Lið Keflavíkur sigraði Snæfell og enduðu leikar 63-77. Brittany Dinkins var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 26 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar, á eftir henni kom Birna Valgerður Benónýsdóttir með 14 stig og 4 fráköst og Thelma Dís Ágústsdóttir var með 12 stig og 8 fráköst.
Njarðvík tók á móti Skallagrím og fóru gestirnir frá Borgarnesi heim með sigur en leikurinn endaði 66-84. Hrund Skúladóttir fyrrum leikmaður Grindavíkur kom heldur betur sterk inn í leikinn en hún skoraði 17 stig og átti 5 fráköst. María Jónsdóttir skoraði 12 stig og Björk Gunnarsdóttir var með 8 stig og 6 stoðsendingar.